Erlent

Stóri maðurinn fleygði ungum svikahrappi á dyr

Sjálfsskipaður löggæslumaður í Bretlandi fleygði ungum svikahrappi út úr lestarvagni eftir að pilturinn neitaði að greiða fyrir miðann sinn. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á netinu og hafa rúmlega 500.000 manns horft á það.

Á myndbandinu má sjá rifrildi piltsins og vagnstjórans eftir að sá fyrrnefndi neitar að greiða fyrir farið. Eftir nokkra stund fær einn farþeginn nóg af töfinni og fleygir piltinum á dyr.

Óþolinmóði farþeginn er einfaldlega kallaður Stóri maðurinn. Hann rífur piltinn úr sætinu og beinlínis kastar honum út úr lestarvagninum.

Pilturinn reynir síðan að komast aftur um borð í lestina en Stóri maðurinn kemur í veg fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×