Fótbolti

Messi og Neymar mætast í úrslitum | Villa meiddist illa

Adriano fagnar öðru marka sinna.
Adriano fagnar öðru marka sinna.
Það verða Barcelona og brasilíska liðið Santos sem leika til úrslita í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lagði Al-Sadd, 4-0, í dag. Adriano skoraði tvö mörk og þeir Keita og Maxwell komust einnig á blað.

Barca varð fyrir áfalli í leiknum er David Villa meiddist og hann gæti verið frá í einhvern tíma. Líklegt er að Villa sé fótbrotinn.

Úrslitaleikurinn verður því uppgjör hjá Messi og efnilegasta knattspyrnumanni heims, Neymar, sem er einmitt orðaður við Barcelona sem og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×