Erlent

Dönskum karlmönnum sem búa einir fjölgar verulega

Dönskum karlmönnum sem búa einir hefur fjölgað um tæp 60% á undanförnum 25 árum. Er fjöldi þeirra nú að nálgast fjölda danskra kvenna sem búa einar.

Þetta kemur fram í blaðinu Politiken. Höfuðsálfræðingur danska ríkisspítalans segir að ástæðan fyrir þessu séu grundvallarbreytingar á dönsku samfélagi. Aukin menntun kvenna þýðir að þær sækja sér atvinnu í borgum landsins en minna menntaðir karlmennirnir sitji eftir á landsbyggðinni.

Tölur virðast styðja þetta álit því fjöldi karla sem búa einir hefur aukist mest á Vestur Jótlandi en minnst í Kaupmannahöfn.

Nú búa ein milljón Dana einir, þar af 530.000 konur og tæplega 470.000 karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×