Erlent

Ný ríkisstjórn loksins mynduð í Belgíu

Ný ríkisstjórn er í burðarliðnum í Belgíu, hálfu öðru ári eftir að síðustu þingkosningar voru haldnar þar. Sex flokkar á belgíska þinginu hafa komið sér saman um nýja ríkisstjórn undir forystu sósíalistans Elio Di Rupo.

Bráðabirgðastjórn hefur verið við völd frá þingkosningunum þar sem hinir frönskumælandi þingmenn landsins og þeir sem tala flæmsku hafa ekki getað komið sér saman um ríkisstjórn. Nú hefur skuldakreppan á evrusvæðinu gert það að verkum að þingmennirnir hafa náð samkomulagi.

Di Rupo verður fyrsti frönskumælandi forsætisráðherra Belgíu undanfarin 30 ár og fyrsti sósíalistinn í því embætti síðan 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×