Erlent

Allt með kyrrum kjörum í Kaíró

Allt var með kyrrum kjörum á Friðartorginu í Kaíró í gærdag og gærkvöldi en þetta er í fyrsta sinn á undanförnum tveimur vikum sem slíkt gerist.

Mótmælendur sem verið hafa á torginu bíða nú eftir niðurstöðum úr þingkosningunum sem haldnar voru á mánudag og þriðjudag en búist er við að fyrstu tölur úr þeim verði birtar í dag.

Þetta voru fyrstu kosningarnar frá falli Hosni Mubarak í febrúar s.l. og í þeim fékk fjöldi Egypta, bæði ungir og gamlir, að kjósa í fyrsta sinn á ævinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×