Erlent

Með stóru tána í stað þumalfingurs

Það er ekki að spyrja að því. Þetta er sko alvöru!
Það er ekki að spyrja að því. Þetta er sko alvöru! Skjáskot af vef The Sun
Það eru ekki allir sem deyja ráðalausir þegar þeir lenda í slysum. Það má með sanni segja að hinn 29 ára gamli James Byrne falli í þennan flokk eftir að hann sagaði af sér þumalputtann þegar hann var að saga við fyrir tveimur árum síðan.

Flestir myndu nú eflaust láta sig hafa það og vera án puttans það sem eftir er. En okkar maður dó ekki ráðalaus og lét fjarlægja stóru tánna og sauma hana í stað þumalfingursins. Og nú er hann með stóru tána af vinstri fót á vinstri hendinni og líkar vel.

Eflaust spyrja einhverjir sig afhverju puttinn var ekki græddur aftur á. En það gekk ekki þrátt fyrir margra mánaða meðferð hjá læknum, blóðið vildi einfaldlega ekki renna aftur um æðar puttans. Því var ákveðið að fara þessa óvenjulegu leið - og viti menn það gekk vel.

„Fólk sýnir mismunandi viðbrögð, sumum finnst þetta rosalega fyndið á meðan öðrum finnst þetta ógeðslegt," segir hann. „Fólk spyr mig: „Hvað gerðiru við þumalinn? Hann er svo þrútinn." Þegar ég segi þeim að þetta sé táin mín trúir það mér varla."

Þó að táin sé komin á hendina þá virkar hún ekki á sama hátt og þumallinn. „Ég get ekki beygt hana en ég er vongóður um að ég geti það fljótlega. En ég get snúið henni og ruggað henni fram og til baka," segir James spakur.

Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina segir að James þurfi að læra ganga aftur þar sem hætta er á að jafnvægið fari úr skorðum þegar ein táin er fjarlægð. „En hann mun geta labbað og skokkað á eðlilegan hátt á nýjan leik."

Ekki fylgir sögunni hvort að táfýla sé af nýja þumalputtanum.

Hægt er að sjá fleiri myndir og umfjöllun á vef The Sun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×