Erlent

Fyrstu myndir af Daniel Day-Lewis í gervi Lincolns

Lewis er með ólíkindum líkur Lincoln.
Lewis er með ólíkindum líkur Lincoln. mynd/Michael Phillips
Abraham Lincoln var sextándi forseti Bandaríkjanna.mynd/wikipedia
Óskarsverðlauna leikstjórinn Steven Spielberg vinnur nú að kvikmynd sem byggð er á ævi 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln. Leikarinn Daniel Day-Lewis mun fara með hlutverk forsetans.

Lewis hefur tvisvar hlotið óskarsverðlaun fyrir leik sinn og eru hann þekktur fyrir að sökkva djúpt ofan í hlutverk sín. Það hafa því margir beðið spenntir eftir að sjá fyrstu myndir af Lewis í gervi Lincons.

Það má með sannri segja að Lewis sé afar líkur Lincoln eins og sést á þessari mynd sem Twitter-notandinn Michael Phillips náði af leikaranum.

Tökur eru nú þegar hafnar á myndinni og verður hún frumsýnd árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×