Erlent

Hundur skaut mann í rassinn

Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í rassinn á fuglaveiðum á dögunum. Hið sérkennilega við málið er líklega það að skyttan reyndist vera hundur mannsins. Maðurinn var á veiðum í Utah í Bandaríkjunum ásamt félaga sínum og hundi.

Mennirnir voru á veiðum á bát þegar sá sem var skotinn þurfti að vaða út í vatnið til þess að fjarlægja einhverskonar tálbeitur fyrir fuglana.

Svo virðist sem hundurinn hafi stigið á haglabyssu mannsins með þeim afleiðingum að skot hljóp af, beint í rassinn á veiðimanninum þar sem hann stóð út í miðju vatninu.

Maðurinn var skotinn af tiltölulega stuttu færi en lögreglan segir að það hafi bjargað honum að hann var í vöðlum þegar hann fékk höglin í sig. Hann er því ekki lífshættulega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×