Erlent

Klámmyndaleikarinn sem gerðist kennari

Hogan þótti góður kennari en foreldrar vilja hann burt.
Hogan þótti góður kennari en foreldrar vilja hann burt. mynd/FOX 25
Kennaranum Kevin Hogan hefur verið vikið frá störfum eftir að upp komst um bakgrunn hans í klámi.

Hogan var stjórnandi enskudeilar Mystic Valley skólans í Malden, Massachusettes. Hann sá einnig um enskukennslu og þjálfun róðrarliðs skólans.

Hogan hefur nú verið settur í launað leyfi eftir að upp komst um fortíð hans í klámiðnaðinum. Hann lék í þremur klámmyndum á síðasta ári undir dulnefninu „Hytch Cawke". Hogan var ráðin til starfa í skólanum snemma á þessu ári.

Eftir að fréttastöðin FOX 25 greindi frá bakgrunni Hogans hafa foreldrar leitað til stjórnenda skólans og krafist þess að hann verði rekinn.

Sjálfur vildi Hogan lítið kannast við myndirnar.

Í yfirlýsingu frá skólanum kemur fram að Hogan hafi haft fyrirtaks meðmæli og að hann hafi staðið sig afar vel sem stjórnandi enskusviðsins. Samt sem áður segja stjórnendur skólans að Hogan hafi brotið á siðferðisreglum og hann geti ómögulega verið góð fyrirmynd fyrir nemendur sína.

Fyrir stuttu var Mystic Valley útnefndur einn besti gagnfræðaskóli Bandaríkjanna af tímaritinu Newsweek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×