Erlent

Fann stærsta skordýr veraldar

Moffett sagði pödduna hafa notið sín vel í lófa hans.
Moffett sagði pödduna hafa notið sín vel í lófa hans. mynd/MARK MOFFETT
Náttúrunnandi fann stærsta skordýr veraldar á Nýja-Sjálandi. Paddann gæddi sér á gulróta úr lófa hans.

Tegundin kallast Weta og er náskyld engissprettum.

Skordýraáhugamaðurinn Mark Moffett hafði leitað hennar í tvo sólarhringa og var himinlifandi þegar hann sá dýrið hangandi fyrir ofan sig í skógarþykkninu.

Það sem kom Moffett mest á óvart var þyngd dýrsins en hún álíka þung og meðalstór þröstur. Vænghaf hennar er tæpir 20 sentimetrar.

Þessa tiltekna tegund er í bráðri útrýmingarhættu. Talið er að rottur á eyjunni hafi nær útrýmt stofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×