Erlent

Enginn heimsendir á næsta ári

Við þurfum greinilega ekki af áhyggjur af neinu.
Við þurfum greinilega ekki af áhyggjur af neinu. mynd/COLUMBIA
Þýskur fræðimaður segir Maya ekki hafa spáð heimsendi árið 2012.

Sven Gronemeyer er sérfræðingur í myndleturstáknum Maya. Hann hefur lengi rannsakað minjagripi frá tímum Maya sem vísa í dagsetninguna 21. desember árið 2012. Gronemeyer segir dagsetninguna ekki vísa til heimsendis, heldur nýs tímatals Maya.

Samkvæmt spádómi Maya markar dagsetningin endurkomu guðsins Bolon Yokte en hann stendur fyrir stríð og sköpun.

Margir halda því fram að veröldin muni farast þann 21. desember á næsta ári. En Gronemeyer segir það vera rangt. Samkvæmt Mayum mun veröldin upplifa nýtt upphaf með tilkomu Bolon Yokte. Hann telur að Mayar hafi spáð fyrir nýju tímabili friðar og hamingju.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um nýja tilvísun í heimsendaspár Maya þegar fræðimönnum tókst loks að ráða í myndletur á steintöflum sem fundust í hofinu Tortuguero. Gronemeyer segist hafa rannsakað steintöflurnar og að þær renni stoðum undir kenningu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×