Erlent

Afneitaði jólasveininum í beinni útsendingu - myndband

Ekki er vitað hvað Robinson á sökótt við jólaveininn.
Ekki er vitað hvað Robinson á sökótt við jólaveininn. mynd/FOX CHICAGO
Fréttaþulur hjá sjónvarpsstöðinni FOX í Chicago tókst að komast á óþekktarlista jólasveinsins eftir að hún tilkynnti í beinni útsendingu að digri maðurinn í rauða búningnum væri ekki til.

Það eru ekki allir komnir í jólaskap eins og sjá má hér.

Robin Robinson sagði að börn ættu að vita að foreldrar þeirra þurfi að kaupa gjafirnar - ekki jólasveinninn. Samstarfsmanni hennar var augljóslega brugðið enda virtist Robinson eiga óútkljáð mál við jólasveininn.

Hún beindi síðan orðum sínum að áhorfendum og sagði að jólasveinninn kæmi ekki niður skortsteininn, hann borðaði ekki smákökurnar og að hann gæfi engar gjafir.

Samstarfsmaðurinn spurði vandræðalega hvort að allt væri í lagi hjá Robinson.

Í kjölfarið voru áhorfendur æfir yfir stríðsyfirlýsingu Robinson á jólahefðir. Á spjallsíðu fréttastöðvarinnar kvörtuðu áhorfendur yfir ummælum Robinson. Hún þurfti því að biðjast fyrirgefningar.

Ekki er vitað hvað hún á sökótt við jólaveininn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×