Erlent

Útigangsmenn settir í fangelsi fyrir að sofa á götum úti

Meirihluti á ungverska þinginu hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér að hægt er að setja heimilislaust fólk í fangelsi fyrir það eitt að sofa á götum úti eða sekta það um rúmlega 100.000 krónur.

Í frétt um málið á BBC segir að frumvarpið hafi verið lagt fram á íhaldsflokki landsins sem fer með völdin í Ungverjalandi. Mikill meirihluti þingmanna greiddi því atkvæði sitt.

Áður voru heimilislausir yfirleitt skikkaðir í samfélagsþjónustu fyrir að sofa undir beru lofti. Mannréttindasamtök hafa harðlega gagnrýnt þessa nýju löggjöf.

Talið er að yfir 10.000 manns séu heimilislausir í höfuðborginni Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×