Erlent

Transparency International slítur á tengslin við FIFA

Samtökin Transparency International sem berjast gegn spillingu í heiminum hafa slitið á öll tengsl sín við Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA.

Þetta kemur í kjölfar þess að FIFA hefur hafnað tilmælum Transparency um endurbætur á starfsemi sambandsins til þess að draga úr þeim mútugreiðslna- og spillingarmálum sem hrjáð hafa FIFA undanfarin ár.

FIFA hefur í staðinn ráðið innanbúðarmann til þess að vinna að þessum endurbótum. Slíkt segir Tansparency að sé ekki traustvekjandi. Í frétt um málið á BBC segir að ákvörðun Transperency sé áfall fyrir stjórn FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×