Erlent

Brenndist á andliti eftir aðgerð

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki. mynd/AP
Eldur braust út á andliti konu í Alabama þegar hún gekkst undir hefðbundna skurðaðgerð fyrr í vikunni. Læknar segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt.

Kim Grice var flutt á brunadeild eftir að læknum og slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn. Hún hlaut annars stigs brunasár á andliti.

Fjölskylda Grice sagði að hún hefði lengi viljað gangast undir aðgerð á andliti vegna blöðrumyndunnar. Eldurinn kom upp stuttu eftir að aðgerðin hófst. Læknarnir segjast ekki vita hver orsök eldsins voru.

Móðir Grice sagði það vera skelfilega tilhugsun að slíkt geti átt sér stað í aðgerð sem þyki áhættulítil. Rannsókn er hafin á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×