Erlent

Íbúar skelkaðir eftir að Snæfinnur Snjókarl kom í bæinn

Jeffrey Acker í gervi Snæfinns Snjókarls.
Jeffrey Acker í gervi Snæfinns Snjókarls. mynd/wctit2.com
Maður klæddur sem Snæfinnur Snjókarl hræddi líftóruna úr íbúum smábæjar í Bandaríkjunum.

Jeffrey Acker vaknaði í jólaskapi á miðvikudaginn síðastliðinn. Hann tók því fram búninginn og hélt út í vetrarfærðina með jólastaf í hönd.

Lögreglan í Vanceboro fékk fjölda símhringinga frá skelkuðu fólki í bænum. Ein kona sem vann á bensínsstöð hafði samband vegna manns sem bankaði á búðargluggann með jólastaf. Hún sagði að maðurinn væri með skelfilega grímu á andlitinu.

Faðir ungrar stúlku hringdi einnig í lögregluna og kvartaði undan ógeðfelldum manni sem hafði hrætt dóttur sína.

Lögreglan hafði uppi á Acker og bað hann um að fara varlega í jólafögnuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×