Erlent

Sverðfiskur stakk veiðimann í munninn - myndband

mynd/telegraph
Skelfingaróp veiðimanns náðust á myndband þegar sverðfiskur fleygði sér úf hafinu og stakk hann í munninn.

Vinum mannsins tókst að ýta sverðfiskinum aftur út í hafið og komu Albertine DeRose á spítala í Sardiníu. Hann hlaut alvarlega áverka eftir slysið.

Sérfræðingur í djúpsjávarveiðum segir að sverðfiskar séu afar hættuleg dýr. Þegar þeir stökkvi nái þeir allt að 80 kílómetra hraða.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×