Erlent

Cain hættur við framboð

Herman Cain.
Herman Cain. Mynd/AP
Herman Cain, einn þeirra sem hefur þótt líklegur til að hreppa útnefningu Repúplikana til framboðs í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum er hættur í kapphlaupinu. Þetta tilkynnti hann rétt í þessu en beðið hefur verið eftir tilkynningu hans í nokkurn tíma. Cain var nær óþekktur viðskiptamógúll sem hafði auðgast á Pizza framleiðslu áður en hann bauð sig fram. Öllum að óvörum gekk honum nokkuð vel í kapphlaupinu og hefur stundum mælst með mesta stuðninginn á meðal kjósenda. Hneykslismálin hrúguðust þó upp að lokum en hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð nokkurra kvenna. Þá steig kona ein fram í síðustu viku og fullyrti að hún hafi haldið við Cain, sem er giftur maður, í þrettán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×