Erlent

Rússar ganga til kosninga

Vladimir Putín og félagi hans Medvedev hafa yfirburðarstöðu í stjórnmálum Rússlands.
Vladimir Putín og félagi hans Medvedev hafa yfirburðarstöðu í stjórnmálum Rússlands. Mynd/AP
Í dag ganga Rússar til kosninga um neðri-deild þingsins til næstu fimm ára. Deilt hefur verið á framkvæmd kosningana en, Golos, einu sjálfstæðu eftirlitssamtök Rússlands, hafa tekið á móti fimm þúsund og þrjú hundruð kvörtunum.

Forsprakki samtakana er í haldi á flugvellinum í Moskvu, en hann neitaði að afhenda yfirvöldum fartölvu sína. Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, sem er jafnframt formaður stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands, hefur sakað erlend öfl um að hafa áhrif á undirbúning kosninganna.

En eftirlitssamtökin Golos eru að mestu leyti fjármögnuð af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Neðrideildar þingmenn í rússlandi hafa jafnframt deilt á að eftirlitssamtök, sem fjármögnuð eru af öðrum ríkjum, og nafn hverra þýðir ,,Rödd" eða ,,Kjósa", fái að hafa eftirlit með framkvæmd kosningana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×