Erlent

Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga barn

MYND/AP
Breskur hermaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga tíu ára dreng í Afganistan með byssusting.

Við yfirheyrslur gat hermaðurinn engar skýringar gefið á verknaðinum. Kvöldið áður en hann stakk drenginn hermaðurinn, Daniel Crook, drukkið svo ótæpilega af vodka að hann þurfti á læknisaðstoð að halda.

Drengurinn var í sendiferð til að kaupa jógúrt þegar hann, ásamt vini sínum, rákust á hermanninn og báðu hann um súkkulaði. Crook stakk þá drenginn með byssusting sínum, en riffill hermannsins hafði verið gerður upptækur af öryggisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×