Erlent

Fórnarlamb nauðgunar ávarpar árásarmann - myndband

Heidi Damon ávarpar árásarmann sinn, Javon Cooper.
Heidi Damon ávarpar árásarmann sinn, Javon Cooper. mynd/ABC
Fórnarlamb nauðgunar stóð andspænis árásarmanni sínum og sagðist ekki vera hrædd.

Hin 40 ára gamla Heidi Damon afsalaði sér nafnleynd og leyfði myndavélum sjónvarpsstöðvarinnar ABC að fylgjast með þegar hún ávarpaði árásarmann sinn.

Javon Cooper reyndi að nauðga og myrða Damon fyrir tveimur árum. Hann réðst á hana í bílakjallara í Flórída. Cooper tók Damon hálstaki og reyndi að kyrkja hana. Damon missti meðvitund og Cooper reif af henni fötin.

Cooper var sextán ára þegar atvikið átti sér stað. Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn að hann hefði viljað loka Cooper inni fyrir lífstíð.

Nafnleyndar er yfirleitt gætt í málum sem þessum en Damon ákvað að afsala sér þeim rétti. Eftir að dómur hafði verið kveðinn upp var Damon leyft að ávarpa Cooper.

Hún sagðist ekki vera fórnarlamb lengur - hún væri sigurvegari.

Cooper forðaðist augnaráð Damons á meðan hún talaði til hans.

Damon sagðist tala fyrir öll nauðgunarfórnarlömb. Hún sagði skömmina vera hjá þeim seku - ekki þolendum.

Hægt er að sjá Damon ávarpa árásarmann sinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×