Erlent

Allt í bál og brand á Friðartorginu

Allt fór í bál og brand á Friðartorginu í Kaíró í gærkvöldi eftir að tveggja daga þingkosningar í landinu höfðu farið friðsamlega fram.

Næstum 80 manns liggja sárir eftir átök gærkvöldsins þar sem skotvopnum var beitt og mótmælendur grýttu Molatov kokteilum í lögreglu- og öryggissveitir á torginu.

Í fréttum í egypskum fjölmiðlum segir að 27 af þeim sem særðust hafi verið fluttir á sjúkrahús.

Átökin hófust eftir að óþekktur hópur manna réðist á mótmælendurnar sem hafast við á torginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×