Erlent

Reyna að selja málverk eftir Margréti Þórhildi í þriðja sinn

Uppboðshúsið Lauritz í Kaupmannahöfn reynir nú í þriðja sinn að selja olíumálverk eftir Margréti Þórhildi Danadrottningu.

Í fyrri tvö skiptin sem Lauritz bauð þetta verk upp kom ekki eitt einasta tilboð í það. Hugsanleg skýring að baki því var lágmarksverðið sem uppboðshúsið setti á verkið en það nam yfir 4 milljónum íslenskra króna. Listfræðingur segir að verð þetta séu út úr öllu korti og að verkið sé alls ekki svo mikils virði.

Í þriðja sinn sem verkið verður boðið upp verður ekki um neitt lágmarksverð að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×