Erlent

Víðtækasta verkfall á síðari tímum hafið í Bretlandi

Víðtækasta verkfall á síðari tímum í Bretlandi hófst á miðnætti í gærkvöldi. Talið er að hátt í tvær milljónir opinberra starfsmanna í landinu muni taka þátt í því með tilheyrandi truflunum á starfsemi sjúkrahúsa, skóla, flugvalla og skrifstofum hins opinbera.

Búist er við að opinberir starfsmenn efni til mótmælaaðgerða á yfir 1.000 stöðum um allt Bretland í dag. Verkföllin eru til að mótmæla áformum bresku stjórnarinnar um að auka greiðslur launþega í lífeyrisjóði hjá opinberum starfsmönnum og hækka eftilaunaaldur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×