Erlent

Bandaríkin hætti að dæma unglinga í ævilangt fangelsi

Amnesty International krefst þess að Bandaríkjamenn hætti að dæma unglinga undir lögaldri til ævilangrar fangelsisvistar án möguleika á skilorði.

Yfir 2.500 fangar í Bandaríkjunum afplána nú dóma sem þeir hlutu sem börn og undir núverandi lögum eiga þessir fangar enga möguleika á að sleppa úr fangelsisvistinni.

Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að þetta fyrirkomulag brjóti í bága við grundvallarmannréttindi þessarar fanga. Í skýrslunni segir m.a. að unglingar undir 18 ára aldri í Bandaríkjunum geti ekki kosið eða keypt sér áfengi og lottómiða en hinsvegar sé hægt að dæma þá til að deyja í fangelsi fyrir misgjörðir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×