Erlent

Harrison Ford leikur Indiana Jones að nýju

Hollywoodstjarnan Harrison Ford er komin á eftirlaunaaldurinn en hefur samt ákveðið að leika Indiana Jones í enn einni myndinni um fornleifafræðinginn óttalausa.

Ætlunin er að hefja tökur á myndinni á næsta ári en hún verður sú fimmta í röðinni. Á næsta ári heldur Harrison Ford upp á sjötugsafmæli sitt og því spurning um hve mikið hann getur tekið þátt í áhættuatriðum myndarinnar.

Leikstjórinn Steven Spielberg hefur staðfest að myndin verði gerð og segir að George Lucas vinni nú að handriti hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×