Erlent

Bretar reka íranska diplómata úr landi

Mynd/AP
Bresk stjórnvöld ætla að reka alla íranska diplómata í Bretlandi úr landi en í gær réðust mótmælendur á sendiráð Breta í írönsku höfuðborginni Teheran.

William Hague utanríkisráðherra tilkynnti þetta í dag. Hann hefur ennfremur skipað fyrir um að sendiráði Írans í London verði lokað þegar í stað.

Árásin á sendiráðið í gær er rakin til þeirrar ákvörðunar Breta að herða enn frekar á refsiaðgerðum gegn Írönum sem sumar vestrænar ríkisstjórnir hafa grunaða um að vera að þróa kjarnorkuvopn. Írönsku diplómatarnir fá tvo sólarhringa til þess að yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×