Erlent

Las áfram þrátt fyrir brunaviðvörun

Fréttaþulurinn víðfrægi Brian Williams lét brunaviðvörun lítið á sig fá í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NBC.

Williams var í miðri kynningu á frétt um gjaldþrot flugfélagsins American Airlines þegar viðvörunarbjöllur tóku að klingja. Hann virtist þó kæra sig kollóttan um alvarleika málsins og hélt áfram að lesa.

Williams er mikill reynslubolti og las inngang fréttarinnar hnökralaust þrátt fyrir að leiðbeiningar bærust úr hátalarakerfunum um að starfsmenn NBC ættu að mynda tvöfalda röð og koma sér út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×