Lífið

Íslenskar listakonur heiðraðar

elly@365.is skrifar
Annað árið í röð verða þrjár íslenskar listakonur, Rakel McMahon myndlistarkona, Hildur Yeoman fatahönnuður og Saga Sig tískuljósmyndari heiðraðar á listakvöldi Baileys.

Allar hafa þær sett mark sitt á tísku og tíðaranda hér á landi með heillandi listrænni sýn og verið öðrum ungum listakonum hvatning til frekari afreka sem þótt hafa skara fram úr undanfarið.

Listakvöld Baileys verður haldið í húsnæði gamla veitingahússins La Primavera í Austurstræti á morgun, föstudag.

Baileys veitir listakonunum 100 þúsund króna styrk. Þá verða verk þeirra til sýnis, hljómsveitin Pascal Pinon leikur og léttar veitingar á boðstólnum.

Í fyrra voru Harpa Einarsdóttir, Una Hlín Kristjánsdóttir og Lína Rut heiðraðar. Sjá myndir í meðfylgjandi myndasafni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.