Erlent

Sökuð um krúttlegt rán

Jeffers sveik uppáhalds tuskudýrið sitt.
Jeffers sveik uppáhalds tuskudýrið sitt. mynd/Yavapai County Sheriff’s Office
Ung kona í Arizona í Bandaríkjunum reyndi að framkvæma eitt allra sætasta búðarrán sem vitað er um.

Andri Lynn Jeffers sagði starfsmanni á bensínstöð að tæma kassann. Starfsmaðurinn neitaði að afhenda peningana en Jeffers var ekki að baki brotin. Hún sagðist vera með sprengju undir peysunni og hótaði að sprengja upp búðina - svona eins og fólk gerir í sjónvarpinu.

Starfsmaðurinn lét Jeffers fá aurana og hún flúði af vettvangi.

Lögreglan handtók Jeffers á heimili sínu stuttu seinna. Við rannsókn kom í ljós að sprengjan var í raun uppáhalds tuskudýr Jeffers - lítil mörgæs - sem hún hafði troðið inn á sig og hótað starfsmanninum með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×