Erlent

Náði myndum af Curiosity að hefja leið sína til Mars

Ástralinn Duncan Waldron náði fyrstu myndum af könnunarflauginni Curiosity er hún hóf 8 mánaða ferðalag sitt til plánetunnar Mars.

Á meðan flestir fylgdust með beinni útsendingu af flauginni taka á loft í Bandaríkjunum beindi Waldron myndavél sinni að himninum. Hann segist ekki hafa haft miklar vonir um að ná myndum af flauginni.

Hann hélt fyrst að um halastjörnu væri að ræða en hann áttaði sig fljótt á að þetta væri í raun könnunarflaugin.

Waldron tók nokkrar líðandi myndir og setti þær saman í myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×