Erlent

Einhleypum fjölgar stöðugt í Japan

Einhleypu fólki fjölgar stöðugt í Japan og veldur það stjórnvöldum þar í landi miklum áhyggjum enda stefnir í dramtíska fækkun japönsku þjóðarinnar fyrir miðja öldina.

Í nýrri úttekt japanskra stjórnvalda kemur fram að yfir 60% af karlmönnum á aldrinum 18 til 34 ára eiga ekki kærustu og yfir helmingurinn af japönskum konum á þessum aldri eiga ekki kærasta.

Þessi fjöldi einhleypra hefur aukist töluvert frá því að samskonar úttekt var gerð árið 2005. Þar sem Japan býr við eina lægstu fæðingartíðni í heiminum stefnir í dramatíska fækkun þjóðarinnar fyrir miðja þessa öld.

Fram kemur að þar að auki eru um fjórðungur karlmannanna ekki að leita sér að kærustu eða maka og hið sama gildir um 23% af konunum. Margar kvennanna segja að það henti sér betur að búa einar en stofna fjölskyldu.

Þá er athyglisvert að í úttektinni kom fram að yfir fjórðungur japanskra karla og kvenna á aldrinum 35 til 39 ára segja að þau hafi aldrei stundað kynlíf á ævinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×