Erlent

Hertóku breska sendiráðið í Íran

Frá mótmælunum fyrir utan sendiráðið
Frá mótmælunum fyrir utan sendiráðið mynd/afp
Íranskir mótmælendur hafa hertekið breska sendiráðið í Teheran, höfuborg landsins. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa mótmælendurnir fjarlægt breska fánann, kveikt í honum og dregið þann íranska að húni. Þá hafa mótmælendurnir brotið glugga í sendiráðinu.

Ástæðan fyrir mótmælunum eru frekari viðskiptaþvinganir Bretlands og fleiri ríkja gegn Íran.

Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins segir að aðgerðirnir séu óásættanlegar og hefur gefið þær skipanir til yfirvalda í Íran að ná tökum á ástandinu til að tryggja öryggi starfsmanna ráðuneytisins.

Ekki er vitað til þess að einhverjir hafi slasast í mótmælunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×