Erlent

Einkalæknir Michael Jackson dæmdur í fjögurra ára fangelsi

Conrad Murray.
Conrad Murray.
Dr. Conrad Murray var dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að andláti Michael Jakcson.

Murray var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann gaf poppstjörnunni svefnlyfið propofol, sem dró hann til dauða þann 25. júní árið 2009, en Murray var einkalæknir popparans.

Murray hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu.

Murray var fundinn sekur fyrir um mánuði síðan en kviðdómendur voru allir sammála um að læknirinn væri sekur.

Refsingin er sú þyngsta sem hann hefði getað hlotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×