Erlent

Cain íhugar að draga framboð til baka

Herman Cain tilkynnti í dag að hann íhugi að hætta við að sækjast eftir forsetatilnefningu Repúblikanaflokksins.

Cain gerði dómssátt fyrir utan dómstóla við nokkrar konur vegna ásakana um kynferðislegt áreiti þegar hann starfaði með þeim. Sú dómssátt rataði í fjölmiðla og úr varð mikið fjölmiðlafár.

Fyrr í vikunni opinberaði svo Ginger White um ástarsamband sitt við Cain, sem hún segir að hafi staðið yfir í 13 ár. Hún segir jafnframt að eiginkona Cain hafi ekki vitað um sambandið.

Cain tilkynnti í kjölfarið í bandarískum fjölmiðlum að hann þyrfti nú að endurmeta stöðu sína og því óljóst hvort hann dragi framboð sitt til baka.

Sjálfur þvertekur Cain fyrir að hafa átt í ástarsambandi við White.

Fjölmiðlar Vestan hafs fjölluðu einnig gríðarlega mikið um frammistöðu Cains í sjónvarpsviðtali þar sem hann var spurður út í frammistöðu Barack Obama varðandi Líbíu.

Myndbandið með viðbrögðum Cain má finna hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×