Erlent

Fahrenheit 451 endurútgefin sem rafbók

Frá því að skáldsagan var gefin út árið 1953 hefur hún notið mikilla vinsælda.
Frá því að skáldsagan var gefin út árið 1953 hefur hún notið mikilla vinsælda.
Rithöfundurinn Ray Bradbury virðist hafa gefist upp í baráttu sinni við rafvæðingu ritverka. Útgáfufyrirtækið Simon & Schuster tilkynnti í dag að vinsælasta skáldsaga Bradbury, Fahrenheit 451, verði endurútgefin sem rafbók.

Skoðanir Bradbury á internetinu og rafbókum eru víðfrægar. Hann hefur lýst veraldarvefnum sem truflandi fyrirbæri sem dregur athygli fólks frá öðrum og merkilegri hlutum, til dæmis lestri. Þess vegna hefur hann hingað til neitað að skáldverk hans séu gefin út á stafrænu formi.

Það vekur athygli að meistaraverk Bradburys fjallar að stórum hluta til um hnignun lesturs og bókabrennur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×