Erlent

Slökkvilið þurfti að bjarga manni úr skorsteini

Slökkviliðið í bænum Lubbock í Texas í Bandaríkjunum þurftu að sinna heldur sérkennilegu útkalli á mánudagskvöldið. Þannig fengu þeir tilkynningu um að einhver væri fastur í skorsteini heimilis í bænum.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang áttuðu þeir sig á því að það var ekki jólasveinninn sjálfur sem hafði fest sig í reykháfnum, heldur fjölskyldufaðir sem hafði gleymt lyklunum.

Maðurinn kom heim ásamt fjölskyldu sinni seint á mánudagkvöldinu. Eins og fyrr greinir frá, þá uppgötvar maðurinn að hann hafði gleymt lyklunum og voru þá góð ráð dýr.

Maðurinn ætlaði að spara kostnaðinn af því að ræsa út lásasmið og brá á það ráð að klifra niður strompinn á húsinu. Þegar það var útséð að maðurinn væri pikkfastur hringdi eiginkonan á slökkviliðið.

Það tók slökkviliðsmenn um klukkustund að bjarga fjölskylduföðurnum úr strompinum. Hann var óslasaður og reynslunni ríkar; enda hægara sagt en gert að leika listir sjálfs jólasveinsins eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×