Erlent

Uppreisnarmenn felldir

Tyrkneskar hersveitir felldu í morgun kúrdískan uppreisnarmann sem hafði haldið 18 manns á ferju í gíslingu á Marmarahafi frá því á miðvikudag. Nokkrir farþegar hentu sér fyrir borð þegar skothríð hersveitanna hófst en enginn slasaðist þó alvarlega. Ríkisstjóri Istanbúl sagði í samtali við fréttamenn eftir atvikið að maðurinn væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna PPK.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×