Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu 4. nóvember 2011 12:59 Auglýsing leikritsins gefur kannski ágæta hugmynd um inntak greinarinnar á FLÍ. Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16