Tryggvi Þór spyr hver tilgangurinn sé með framboði Hönnu Birnu 6. nóvember 2011 13:13 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa átt von á nýjum áherslum frá Hönnu Birnu fremur en að kjör formanns myndi bara snúast um persónur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, spyr hver tilgangurinn sé með framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins og segir að sagan sýnir að hún geti ekki náð betri árangri í kosningum en sitjandi formaður. Tryggvi Þór var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að væntanlegum landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll 17.-20. nóvember næstkomandi, en Tryggvi Þór sagðist ekki skilja tilganginn með framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti formanns gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni. „Ég hélt að þegar þessi orðrómur (um framboð Hönnu Birnu innsk.blm) fór af stað að þetta yrði miklu meira uppgjör um pólitík. Hver er tilgangurinn með því að fara nú fram bara vegna þess að hún trúir því að hún geti gert þetta betur. Sagan sýnir að það er bara ekki rétt. Þróun fylgis flokksins í borginni er mjög mikil vonbrigði og mér finnst hún vera að stökkva út úr því og inn í þetta og segist geta gert þetta betur en Bjarni. Ég hef bara enga trú á því og þess vegna styð ég Bjarna algjörlega, sagði Tryggvi Þór. Hann sagðist hafa haldið að Hanna Birna myndi kynna nýjar áherslur fyrir flokkinn. „Þegar hún er spurð að því hverju hún ætli að beita sér fyrir, þá tekur hún bara áherslur sem við höfum verið að kynna t.d varðandi skattana og uppbyggingu og segir; þetta eru mín mál, en þetta eru óvart Bjarna mál," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3. nóvember 2011 17:48 Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins var ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson til formennsku í flokknum þegar fréttastofa kannaði málið í dag. 4. nóvember 2011 18:47 Hanna Birna býður sig fram Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem hefst eftir tvær vikur. Hann Birna mun tilkynna þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi Hönnu Birnu mælist hún með umtalsvert meira fylgi en aðrir mögulegir frambjóðendur. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins. 3. nóvember 2011 15:57 Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. nóvember 2011 16:29 Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991 Tímasetningin á framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins vekur athygli í sögulegu samhengi. 4. nóvember 2011 07:11 Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4. nóvember 2011 04:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, spyr hver tilgangurinn sé með framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins og segir að sagan sýnir að hún geti ekki náð betri árangri í kosningum en sitjandi formaður. Tryggvi Þór var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að væntanlegum landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll 17.-20. nóvember næstkomandi, en Tryggvi Þór sagðist ekki skilja tilganginn með framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti formanns gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni. „Ég hélt að þegar þessi orðrómur (um framboð Hönnu Birnu innsk.blm) fór af stað að þetta yrði miklu meira uppgjör um pólitík. Hver er tilgangurinn með því að fara nú fram bara vegna þess að hún trúir því að hún geti gert þetta betur. Sagan sýnir að það er bara ekki rétt. Þróun fylgis flokksins í borginni er mjög mikil vonbrigði og mér finnst hún vera að stökkva út úr því og inn í þetta og segist geta gert þetta betur en Bjarni. Ég hef bara enga trú á því og þess vegna styð ég Bjarna algjörlega, sagði Tryggvi Þór. Hann sagðist hafa haldið að Hanna Birna myndi kynna nýjar áherslur fyrir flokkinn. „Þegar hún er spurð að því hverju hún ætli að beita sér fyrir, þá tekur hún bara áherslur sem við höfum verið að kynna t.d varðandi skattana og uppbyggingu og segir; þetta eru mín mál, en þetta eru óvart Bjarna mál," sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3. nóvember 2011 17:48 Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins var ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson til formennsku í flokknum þegar fréttastofa kannaði málið í dag. 4. nóvember 2011 18:47 Hanna Birna býður sig fram Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem hefst eftir tvær vikur. Hann Birna mun tilkynna þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi Hönnu Birnu mælist hún með umtalsvert meira fylgi en aðrir mögulegir frambjóðendur. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins. 3. nóvember 2011 15:57 Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. nóvember 2011 16:29 Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991 Tímasetningin á framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins vekur athygli í sögulegu samhengi. 4. nóvember 2011 07:11 Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4. nóvember 2011 04:00 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3. nóvember 2011 17:48
Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins var ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson til formennsku í flokknum þegar fréttastofa kannaði málið í dag. 4. nóvember 2011 18:47
Hanna Birna býður sig fram Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans sem hefst eftir tvær vikur. Hann Birna mun tilkynna þetta síðar í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Í skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar á fylgi Hönnu Birnu mælist hún með umtalsvert meira fylgi en aðrir mögulegir frambjóðendur. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins. 3. nóvember 2011 15:57
Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. nóvember 2011 16:29
Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991 Tímasetningin á framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins vekur athygli í sögulegu samhengi. 4. nóvember 2011 07:11
Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4. nóvember 2011 04:00