Fótbolti

Beckham gæti leikið fótbolta í fjögur ár til viðbótar

David Beckham gæti leikið sem atvinnumaður fram á fimmtugsaldurinn.
David Beckham gæti leikið sem atvinnumaður fram á fimmtugsaldurinn. AP
David Beckham segir í viðtali við enska dagblaðið Telegraph að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hve mörg lið hafi sýnt honum áhuga. Beckham er 36 ára gamall og samningur hans við LA Galaxy í Bandaríkjunum rennur út í nóvember á þessu ári. Beckham segir að hann hafi áhuga á að leika fótbolta áfram sem atvinnumaður í fjögur ár til viðbótar.

Það kemur til greina hjá Beckham að semja á ný við bandaríska liðið en ætlar að skoða alla valkosti vel og vandlega. Ensku félögin Tottenham og Leicester hafa sýnt honum áhuga og franska liðið Paris SG er einnig með Beckham á óskalistanum.  Beckham hefur lýst því yfir að hann geti vel hugsað sér að leika með landsliði Bretlands á Ólympíuleikunum á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×