Erlent

Höfðu Nóbelsverðlaunin áhrif á Saleh?

Tawakkul Karman, blaðakona og friðarverðlaunahafi.
Tawakkul Karman, blaðakona og friðarverðlaunahafi. Mynd/AFP
Kunnugir menn telja þá staðreynd að friðarverðlaun Nóbels féllu í skaut aðgerðarkonunnar Tawakkul Karman frá Jemen vera eina orsök þess að forseti landsins lofaði í dag að segja af sér.

„Fljótt á litið held ég að Nóbelsverðlaunin hafi beint kastljósum heimspressunnar en skýrar að Jemen og því hafi Saleh ákveðið að hypja sig úr embætti," sagði Richar Skretteberg, ráðgjafi flóttamanna í Noregi.

Margir eru hins vegar ekki tilbúnir að leggja trúnað á orð forsetans fyrr en á þau hefur reynt. Þeir segja forsetann áður hafa lofað að segja af sér en ekki staðið við það. „En ég held nú samt að eitthvað muni ske í Jemen á næstu dögum," segir Atle Mesøy, sérfræðingur í Íslam, en sá er ekki tilbúinn að trúa því að forsetinn láti af völdum af sjálfsdáðum.


Tengdar fréttir

Forseti Jemen hyggst segja af sér

Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, hefur tilkynnt að hann muni láta af völdum á næstu dögum. Afsögn sína tilkynnti hann á ríkissjónvarpsstöð Jemen fyrr í dag. Tawakul Karman, baráttukona sem hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrr í vikunni, tekur þessum yfirlýsingum með miklum fyrirvörum. "Satt að segja trúum við honum ekki," sagði hún í viðtali við fréttamiðilinn Al Jazeera og hét því að láta ekki af friðsamlegum mótmælum þar til forsetinn gefur völdin eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×