Fótbolti

Fyrsti sigur Bandaríkjanna undir stjórn Klinsmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klinsmann á hliðarlínunni.
Klinsmann á hliðarlínunni. Nordic Photos / Getty Images
Jürgen Klinsmann vann í nótt sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Bandaríkjanna er liðið vann Hondúras í vináttulandsleik, 1-0. Clint Dempsey, leikmaður Fulham, skoraði eina mark leiksins.

Markið skoraði Dempsey á 36. mínútu leiksins og þá átti markvörðurinn Tim Howard góðan leik og varði nokkrum sinnum mjög vel frá leikmönnum Hondúras.

Bandaríkin gerði jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum undir stjórn Klinsmann og tapaði svo tveimur leikjum, fyrir Kostaríku og Belgíu, í upphafi síðasta mánaðar.

Leikurinn fór fram í Miami en Klinsmann tók við starfi landsliðsþjálfara af Bob Bradley í júlí síðastliðinum. Klinsmann var síðast landsliðsþjálfari Þýskalands en hætti eftir HM þar í landi árið 2006. Hann stýrði einnig liði Bayern München í eitt keppnistímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×