Erlent

Frú Hope er látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bob Hope og Dolores eiginkona hans í fullu fjöri árið 1994.
Bob Hope og Dolores eiginkona hans í fullu fjöri árið 1994. Mynd/ AFP.
Dolores Hope, ekkja skemmtikraftsins kunna Bob Hope, lést í dag. Hún var 102 ára að aldri, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Dolores lést við Tolucavatn í Los Angeles.

Dolores hafði reynt fyrir sér með söng í New York áður en hún kynntist Bob Hope og giftist honum. En eftir að þau tóku saman fluttu þau til Los Angeles þar sem bob náði frama í kvikmyndum og í sjónvarpi. Dolores var því kannski þekktust fyrir það að vera eiginkona Bobs.

Bob Hope var frægastur fyrir myndina My Favorite Brunette og Road myndirnar, en Bing Crosby og Dorothy Lamour, léku í þeirri mynd ásamt Hope.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×