Hafþór fékk brons á Evrópubikarnum í keilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2011 13:30 Hafþór Harðarson vann til bronsverðlauna á Evrópubikarmóti einstaklinga í Lahtli í Finnlandi um helgina. Þetta er besti árangur Íslendings á Evrópubikarmóti. Þátttökurétt á Evrópubikarmótinu fá landsmeistarar hvers lands. Fjörutíu keppendur tóku þátt í Lahti þar sem keppt var við tvær ólíkar aðstæður. Annars vegar var keppt með stuttum olíuburði og hins vegar með löngum olíuburði. Misjafnt er hve langir burðirnir eru en í Lahti voru þeir 35 fet (10,7 metrar - stuttur burður) og 45 fet (13,7 metrar - langur burður). Fyrsta dag forkeppninnar var keppt í stuttum olíuburði þar sem Hafþóri gekk ekki sérstaklega vel. Fékk 186,5 stig að meðaltali í átta leikjum. Annan daginn, í löngum olíuburði, fékk Hafþór 230 stig að meðaltali og átti meðal annars stigahæsta leik mótsins þegar hann fékk 290 stig. Að loknum öðrum degi var Hafþór í 3. sæti. Þriðja daginn var spilað í blönduðum burði, ein braut með löngum olíuburði og önnur með stuttum. Hafþór fékk 197 stig að meðaltali og hafnaði í 5. sæti samanlagt en átta efstu komust í úrslitakeppnina. Hafþór lagði Skotann Mark Kerra í átta-liða úrslitum 2-1 en beið lægri hlut fyrir Rússanum Ivan Semenov í undanúrslitum. Hafþór hafnaði því í 3-4. sæti en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Evrópubikarmóti. Innlendar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Hafþór Harðarson vann til bronsverðlauna á Evrópubikarmóti einstaklinga í Lahtli í Finnlandi um helgina. Þetta er besti árangur Íslendings á Evrópubikarmóti. Þátttökurétt á Evrópubikarmótinu fá landsmeistarar hvers lands. Fjörutíu keppendur tóku þátt í Lahti þar sem keppt var við tvær ólíkar aðstæður. Annars vegar var keppt með stuttum olíuburði og hins vegar með löngum olíuburði. Misjafnt er hve langir burðirnir eru en í Lahti voru þeir 35 fet (10,7 metrar - stuttur burður) og 45 fet (13,7 metrar - langur burður). Fyrsta dag forkeppninnar var keppt í stuttum olíuburði þar sem Hafþóri gekk ekki sérstaklega vel. Fékk 186,5 stig að meðaltali í átta leikjum. Annan daginn, í löngum olíuburði, fékk Hafþór 230 stig að meðaltali og átti meðal annars stigahæsta leik mótsins þegar hann fékk 290 stig. Að loknum öðrum degi var Hafþór í 3. sæti. Þriðja daginn var spilað í blönduðum burði, ein braut með löngum olíuburði og önnur með stuttum. Hafþór fékk 197 stig að meðaltali og hafnaði í 5. sæti samanlagt en átta efstu komust í úrslitakeppnina. Hafþór lagði Skotann Mark Kerra í átta-liða úrslitum 2-1 en beið lægri hlut fyrir Rússanum Ivan Semenov í undanúrslitum. Hafþór hafnaði því í 3-4. sæti en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Evrópubikarmóti.
Innlendar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira