„Það er að færast aukin harka í leikinn" Erla Hlynsdóttir skrifar 16. ágúst 2011 16:47 Erna vekur ennfremur athygli á því að þeim starfsmönnum leikskóla sem ekki fara í verkfall, ef til verkfalls kemur, er óheimilt að ganga í störf og sinna verkefnum þeirra sem eru í verkfalli. „Í verkfallsréttinum felst heimild til að koma í veg fyrir að gengið sé í störf þeirra sem eru í verkfalli. Ef deildarstjóri er í verkfalli, og það er hans hlutverk að stýra deildinni, þá má enginn ganga í það starf," segir Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga meta það hins vegar sem svo að ekki þurfi að leggja niður starfsemi deildarinnar þó deildarstjórinn sé í verkfalli og ennfremur að heimilt sé til að færa á milli deilda það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. „Við bara ítrekum okkar túlkun á því hvenær nauðsynlegt er að loka deild og hvenær ekki," segir Erna og vísar í verklagsreglur sem leikskólastjórnendur hafa fengið til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar segir meðal annars að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í Félagi leikskólakennara, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Erna vekur ennfremur athygli á því að þeim starfsmönnum leikskóla sem ekki fara í verkfall, ef til verkfalls kemur, er óheimilt að ganga í störf og sinna verkefnum þeirra sem eru í verkfalli. „Ef þetta væri hægt þá væri enginn tilgangur með verkfalli," segir hún. Spurð hvernig það megi vera að túlkun sveitarfélaganna sé svo frábrugðin túlkun leikskólakennara, segir hún: „Þegar viðsemjendur eru búnir að sitja lengið við fer að myndast meiri spenna. Það er að færast aukin harka í leikinn. Dagsetningin 22. ágúst nálgast." Verkfall blasir við ef ekki nást samningar fyrir mánudag. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Í verkfallsréttinum felst heimild til að koma í veg fyrir að gengið sé í störf þeirra sem eru í verkfalli. Ef deildarstjóri er í verkfalli, og það er hans hlutverk að stýra deildinni, þá má enginn ganga í það starf," segir Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga meta það hins vegar sem svo að ekki þurfi að leggja niður starfsemi deildarinnar þó deildarstjórinn sé í verkfalli og ennfremur að heimilt sé til að færa á milli deilda það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. „Við bara ítrekum okkar túlkun á því hvenær nauðsynlegt er að loka deild og hvenær ekki," segir Erna og vísar í verklagsreglur sem leikskólastjórnendur hafa fengið til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar segir meðal annars að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í Félagi leikskólakennara, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. Erna vekur ennfremur athygli á því að þeim starfsmönnum leikskóla sem ekki fara í verkfall, ef til verkfalls kemur, er óheimilt að ganga í störf og sinna verkefnum þeirra sem eru í verkfalli. „Ef þetta væri hægt þá væri enginn tilgangur með verkfalli," segir hún. Spurð hvernig það megi vera að túlkun sveitarfélaganna sé svo frábrugðin túlkun leikskólakennara, segir hún: „Þegar viðsemjendur eru búnir að sitja lengið við fer að myndast meiri spenna. Það er að færast aukin harka í leikinn. Dagsetningin 22. ágúst nálgast." Verkfall blasir við ef ekki nást samningar fyrir mánudag. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira