Erlent

Sextán þúsund lögreglumenn á vakt í nótt - átök hafin í Manchester

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Um 16 þúsund lögreglumenn verða á vakt í London í kvöld vegna þeirra miklu óeirða sem hafa verið síðan um síðustu helgi. Sexþúsund lögreglumenn voru á vakt í gær og í nótt og dugði það ekki til. Lögreglumenn á eftirlaunum hafa verið kallaðir til aðstoðar, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Lögreglumenn í sumarleyfum hafa verið kallaðir í vinnuna.

Átökin breiðast hratt út og eru nú komin til Manchester. Þar hvetur lögreglan borgarana til að fara varlega.

Að minnsta kosti 563 hafa verið handteknir síðan óeirðirnar hófust og 105 hafa verið kærðir. Þá hafa 111 lögreglumenn og fimm lögregluhundar særst í óeirðunum.

Óeirðirnar í Lundunúum upphófust eftir að friðsamleg mótmæli á laugardag fóru úr böndunum. Upphafsmenn friðsamlegu mótmælanna voru aðstandendur ungs manns, Marks Duggan, sem lögreglumenn skutu til bana á fimmtudag í síðustu viku. Aðstandendur hins látna fordæma nú óeirðirnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.