Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. júlí 2011 12:17 Hvalur. Mynd/ AFP. Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Hvalaskoðunarmenn styðja ekki þvinganir eins og þær sem bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga vegna hvalveiða. Þeir segja þó veiðarnar fæli frá fjölda ferðamanna á hverju ári. Bandarísk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Þau telja íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum. Bandaríkjaforseti mun innan tveggja mánaða ákveða hvort að gripið verið til aðgerða gegn Íslendingum og ef þá hvaða aðgerða. Hvalaskoðunarfyrirtæki hér á landi hafa lengi haldið því fram að veiðarnar skaði ferðaþjónustuna og vilja að þeim verði hætt. Rannveig Grétarsdóttir er formaður Hvalaskoðunarsamtakanna og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. „Við styðjum ekki svona þvinganir en ég skil hvers vegna þeir eru að því. Af því að Íslendingar hafa ekkert tekið neinum sönsum varðandi hvalveiðarnar. En við getum ekki stutt þær og við höfum yfirleitt reynt að tala fólk til um að sniðganga ekki Ísland eða íslenskar afurðir. Heldur styðja eins og ferðaþjónustuna eins og hvalaskoðunina og koma til Íslands,“ segir Rannveig. Hún segir veiðarnar hafa áhrif á ferðamenn. Við fáum alveg slatta af fyrirspurnum varðandi hvalveiðarnar og bréf um það að fólk ætli ekki að koma og vilji ekki koma hingað meðan við erum að stunda hvalveiðar. Við höfum líka fengið neitun frá ferðaskrifstofum um að hitta okkur erlendis út af hvalveiðunum. Við reynum náttúrulega einnig að tala þær til og benda þeim á að það skipti máli að styðja hvalaskoðunina og ferðaþjónustuna. Hrefnuveiðarnar í Faxaflóanum hafa bein áhrif á hvalaskoðun. Flestir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun fara í hvalaskoðun hér frá Reykjavík. Það er verið að veita hrefnurnar rétt hjá bátunum. Það hefur klárlega áhrif á okkur og við finnum fyrir breytingum. Það virðist vera erfitt að koma þeim skilaboðum á framfæri til stjórnvalda að þetta er virkilega að hafa áhrif á okkur og við höfum áhyggjur af rekstrinum og næstu árum ef þetta heldur svona áfram,“ segir Rannveig.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira