Innlent

Fangageymslur tómar í Reykjavík

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá helstu lögregluembættum landsins. Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar, sem þykir fréttnæmt, en þar var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og tveir teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nóttin var að mestu tíðindalaus hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en laust eftir klukkan níu í morgun var tilkynnt um eld í rusli á svölum fjölbýlishúss við Trönuhjalla í Kópavogi. Dælubíll slökkviliðsins var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×