Fótbolti

Jafntefli hjá Argentínu í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aguero og Messi fagna jöfnunarmarkinu sem var glæsilegt.
Aguero og Messi fagna jöfnunarmarkinu sem var glæsilegt.
Opnunarleikur Copa America fór fram í nótt þegar Argentína tók á móti Bólivíu. Fyrir fram var búist við nokkuð auðveldum sigri Argentínu en Bólivía kom á óvart með því að ná jafntefli, 1-1.

Bólivíumenn komust yfir í upphafi seinni hálfleiks með ótrúlegu marki. Edvaldo Rojas átti þá laust skot að marki eftir hornspyrnu. Varnarmaður Argentinu náði ekki að hreinsa frá heldur fór boltinn undir hann og í netið. Markvörður Argentínu var reyndar ekki fjarri því að bjarga þessu slysi.

Argentínumenn höfðu tögl og haldir í leiknum. Sköpuðu fjölmörg færi þar sem Messi var oftar en ekki arkitektinn. Liðinu gekk aftur á móti ekkert að nýta þessi færi.

Markið kom ekki fyrr en á 75. mínútu er varamaðurinn Sergio Aguero hamraði boltann í netið með stæl í teignum. Þrátt fyrir nokkra pressu náði Argentína ekki að skora aftur.

Vonbrigði fyrir heimamenn en fín úrslit fyrir Bólivíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×